Uppskriftir
  • Register

Grafin Klausturbleikja

  • 500 g Klausturbleikja
  • 25 g sykur
  • 40 g púðursykur
  • 50 g salt
  • 50 g mjaðjurt
  • 50 g hvannarfræ
  • 3 kanilstangir, grófmalaðar
  • 5 einiber, grófmöluð

Bleikjan er verkuð, flökuð, beinhreinsuð og roðflett. Öllu kryddinu er blandað saman í skál, því stráð jafnt á báðar hliðar bleikjunnar og hún látin standa í kæliskáp í 12 tíma fyrir framreiðslu. Þá er bleikjan skorin í hæfilega bita og henni skammtað á diska.

 

Skyrfroða

  • 500 g Klausturbleikja
  • 200 g hreint skyr að norðan
  • 70 g sykur
  • 0,5 dl mjólk
  • 0,5 dl vatn

Öllu er blandað saman í skál og hrært vel saman. Því næst eru öll hráefnin sett í rjómasprautu og gas sett í. Þetta er látið standa í tvo tíma áður en maturinn er borinn fram. Einnig má sleppa því að notast við rjómasprautu og setja þetta einfaldlega beint á diskinn sem sósu.

 

Stökkt-Mungátsbrauð

  • 400 g hveiti
  • 200 g hreint skyr að norðan
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 50 g sykur
  • 1 flaska af Mungátsmiðinum góða
  • 150 g bráðið smjör

Hveiti, salti, lyftidufti og sykri er blandað saman og síðan sigtað. Bjórnum (Mungátsmjöður) er hrært út í þar til blandan verður mjúk og kekkjalaus. Þá er öllu hellt í vel smurð teflon- eða sílíkonform og bræddu smjörinu hellt yfir. Þetta er bakað í forhituðum ofni við 180 gráður í u.þ.b. 15 mínutur eða þar til brauðið er orðið gyllt og flott. Brauðið er látið kólna og svo rifið niður í litla bita og bakað enn lengur í ofninum uns það er nokkuð stökkt að utan en ögn mjúkt við miðju.

 

Hrá-kryddlegnar rófur

  • 100 g rófur
  • 15 g repjuolía
  • graslaukur, smátt saxaður
  • 1 tsk sítrónusafi
  • salt og pipar

Rófurnar eru skornar eins þunnt og hægt er, því næst er þeim velt upp úr restinni af hráefninu og þeim raðað fallega á við og dreif um diskinn.

 

Rófumauk

  • 1 rófa
  • 100 g smjör
  • örlítið gróft salt
  • örlítill sítrónusafi

Setjið rófuna ofan á gróft saltið og bakið í ofni uns hún er algerlega orðin meyr (ath. þetta getur tekið ansi langan tíma). Því næst er rófan skorin í tvennt, allt tekið innan úr henni og það sett í blandara og maukað með smjöri. Bragðbætt með smá salti og nokkrum dropum af sítrónusafa.

 

Silungahrong

  • 60 g silungahrogn
  • smá repjuolía
  • örlítill sítrónusafi

Öllu blandað mjög varlega saman rétt áður en það er borið fram og sett fallega á diskinn.

 

Dillolía

Setjið dillið í blandara ásamt olíunni og látið vinna lengi uns olían er orðin fagurgræn. Sigtið og kælið.

 

Dillgreinar til bragð- og augnayndis

Takið nokkrar smáar dillgreinar og veltið þeim létt upp úr örlítilli repjuolíu og nokkrum dropum af sítrónusafa og salti. Komið þeim fyrir á diskinum.

Klausturbleikja

Allar götur frá árinu 1995 hefur eldisstöðin Klausturbleikja ehf á Kirkjubæjarklaustri sérhæft sig í eldi á bleikju.

Fáðu sent fréttabréfið okkar

Fáðu nýjustu fréttirnar frá fyrirtækinu með því að skrá netfangið þitt hér fyrir neðan.