Klausturbleikja – grafin í kryddi mjaðarins
Einstaklega ljúffengur réttur sem fljótlegt er að matreiða. Klausturbleikjan er grafin í kryddi mjaðarins og borin fram með rófunum hans Hannesar frá Stóru-Sandvík, norðlensku skyri, stökku Mungátsbrauði og sölum frá Eyjólfi Friðgeirssyni.
Uppskriftin er fyrir fjóra og miðað er við að þetta sé forréttur.
Smjörsteikt Klausturbleikja með smjöri og salvíu
Hér ræður einfaldleikinn ríkjum. Hitið smjörið á pönnu. Setjið lárviðarlauf og salvíu á pönnuna og brúnið létt. Veltið bleikjunni upp úr hveiti, sláið vel af og leggið hana á pönnuna. Steikið Klausturbleikjuna á frekar miklum hita þar til hún er mjög vel brúnuð á báðum hliðum. Hellið víninu yfir, eldið í fimm mínútur og berið fram.
Teriyaki Klausturbleikja með sætri chilisósu og feta-naan
Frábær, léttur og næringarríkur réttur sem auðvelt er að reiða fram. Klausturbleikjan er alveg einstaklega gott íslenskt hráefni sem er í miklu eftirlæti hjá mér.
Njótið vel!
Kveðja, Rikka
Allar götur frá árinu 1995 hefur eldisstöðin Klausturbleikja ehf á Kirkjubæjarklaustri sérhæft sig í eldi á bleikju.
Fáðu nýjustu fréttirnar frá fyrirtækinu með því að skrá netfangið þitt hér fyrir neðan.
Klausturvegi 5, 880 Kirkjubæjarklaustri - s: 899 4960 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.