Fréttir
  • Register

afurdir3 grein

Reykt og ljúf Klausturbleikja – fullkomin á jólahlaðborðið

Það er ekki upp úr þurru sem reykt Klausturbleikja hlaut gullverðlaun Meistarafélags kjötiðnaðarmanna árið 2014. Við erum afar stolt af þessari gæðavöru og vitum að þú verður ekki svikinn ef þú prófar að bjóða hana fram á jólahlaðborðinu, t.d. ofan á ferskt og gott brauð.

Ótal útfærslur eru færar og hér eru nokkrar sem aldrei bregðast:

– með hvítri sósu úr sýrðum rjóma, hvítlauk, piparrót, sítrónusafa, salti og pipar

– með sinnepssósu eða graflaxsósu

– með fersku majonesi og kapers

Klausturbleikja er mjúkt og gott hráefni þar sem gæðin skína í gegn – milda reykingin okkar fullkomnar bragðið og besta leiðin til að sannfærast er einfaldlega að smakka!

Klausturbleikja

Allar götur frá árinu 1995 hefur eldisstöðin Klausturbleikja ehf á Kirkjubæjarklaustri sérhæft sig í eldi á bleikju.

Fáðu sent fréttabréfið okkar

Fáðu nýjustu fréttirnar frá fyrirtækinu með því að skrá netfangið þitt hér fyrir neðan.