Núna er öll Klausturbleikja beinhreinsuð!
Beinin í Klausturbleikjunni eru almennt fremur lítil og mjúk, en þótt bleikjan sé að margra mati allt að því fullkomið hráefni fyrir ólíkar tegundir matseldar höfum við fengið ábendingar um að betra væri að fá hana beinhreinsaða. Nú í vetur höfum við því unnið að endurbótum á vinnslulínunni og getum stolt sagt frá því að öll Klausturbleikjuflök – bæði fersk og reykt – eru nú beinhreinsuð.
Í aðgerðina notum við nýfengna beinhreinsivél frá Marel og hún vinnur verkið hratt og vel, án þess að rýra gæði fisksins.
Nú þurfa aðdáendur Klausturbleikjunnar ekki að verja tíma sínum í að beinhreinsa hana – Klausturbleikja getur verið fullelduð fimm mínútum eftir þú kemur úr búðinni og er þar með orðin að hollum og lífrænum skyndibita!