Stórmeistarinn Hákon Örvarsson um einstök gæði Klausturbleikjunnar
„Ég nota Klausturbleikjuna í veiðihúsinu hér í Norðurá og þar er í uppáhaldi hjá mér að léttsalta hana, reykja hana í boxi og léttelda hana að lokum,“ segir Hákon í stuttu myndbandi um bleikjuna.
Hákon Örvarsson er einlægur aðdáandi Klausturbleikjunnar í sinni matseld, en hann er landsþekktur matreiðslumeistari sem var lengi yfirkokkur á veitingastaðnum Vox og starfaði m.a. á Michelin-veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg.
Hákon hefur komið víða við, ekki síst með íslenska kokkalandsliðinu, og hann kann því vel að meta heiðarlegt og heilnæmt hráefni sem hægt er að treysta.