Persónuvernd
 • Register

Persónuverndarstefna

Markmið og tilgangur

Klausturbleikja ehf., kt. 660290-1849, hér eftir nefnt Klausturbleikja eða félagið, vinnur með persónuupplýsingar sem félagið safnar sem ábyrgðaraðili. Félagið leggur áherslu á að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Markmið félagsins með persónuverndarstefnu er að upplýsa í hvaða tilgangi félagið safnar og vinnur með persónuupplýsingar.

 

Umfang

Persónuverndarstefnan nær til sérhverrar vinnslu persónuupplýsinga um einstaklinga sem tengjast félaginu, s.s. starfsfólki, umsækjendum um störf, viðskiptavinum og lánardrottnum. Þær upplýsingar sem félagið skráir hafa lagalegan eða þjónustulegan tilgang sem bundinn er samningum við einstaklinga og starfsmenn félagsins.

 

Ábyrgð

Klausturbleikja er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga og skuldbindur sig til að tryggja að meðferð upplýsinga sé í samræmi við þau lög sem gilda hverju sinni. Framkvæmdastjóri félagsins ber ábyrgð á persónuverndarstefnunni. Stefnan er hluti af nýliðafræðslu.

 

Notkun og miðlun persónuupplýsinga

Klausturbleikja notar aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þeim var safnað fyrir. Félagið mun ekki deila persónuupplýsingum með þriðja aðila nema upplýst samþykki fáist frá skráðum einstaklingi eða að félaginu sé það skylt skv. lögum. Klausturbleikja veitir vinnsluaðilum eingöngu þær persónuupplýsingar sem taldar eru nauðsynlegar fyrir þau verkefni og vinnslur sem vinnsluaðili sér um fyrir félagið.

Persónuupplýsingum er safnað í eftirfarandi tilvikum:

 • Starfsmenn - Félagið vinnur með persónuupplýsingar um starfsmenn sína til að geta greitt þeim laun fyrir störf sín. Tilteknar upplýsingar eru nauðsynlegar til að geta greitt laun, s.s. tengiliðaupplýsingar, tímaskráningar, skattþrep, stéttarfélagsaðild, bankaupplýsingar, lífeyrissjóðsupplýsingar og skuldir við innheimtumann ríkissjóðs. Aðgang að upplýsingunum hafa starfsmenn skrifstofu Klausturbleikju og launafulltrúi Enor (vinnsluaðili). Ábyrgðaraðili er framkvæmdastjóri.

 • Starfsumsóknir – Tilteknar upplýsingar eru nauðsynlegar við mat umsókna, s.s. tengiliðaupplýsingar, ferilskrá, kynningarbréf, upplýsingar um menntun, niðurstöður úr ráðningarviðtölum, umsagnir þriðja aðila og önnur samskipti við umsækjendur. Aðgang að upplýsingunum hafa starfsmenn skrifstofu Klausturbleikju og hugsanleg ráðningastofa (vinnsluaðili). Ábyrgðaraðili er framkvæmdastjóri.

 • Eftirlitsmyndavél í vinnslusal – Í vinnslusal Klausturbleikju fer fram rafræn vöktun í öryggis- og eignavörsluskyni. Um er að ræða myndbandsupptöku án hljóðupptöku. Efni er varðveitt að hámarki í 90 daga. Aðgang að upplýsingunum hefur framkvæmdastjóri. Ábyrgðaraðili er framkvæmdastjóri.

 

Réttindi skráðra einstaklinga

Skráður einstaklingur nýtur ákveðinna réttinda skv. persónuverndarlögum. Ef þú vilt neyta þessarra réttinda máttu hafa samband við okkur í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Við höfum einn mánuð til að svara erindi þínu en getum framlengt frestinn um tvo mánuði ef beiðnin er sérstaklega umfangsmikil. Rétt er að taka fram að réttindi þín kunna að vera háð ákveðnum skilyrðum. Hér er að finna yfirlit yfir helstu réttindi þín:

 • Réttur til aðgangs Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að þínum gögnum og fá afrit af þínum persónuupplýsingum.
 • Réttur til leiðréttingar - Þú átt rétt á að fá upplýsingar um þig sem eru rangar og ónákvæmar leiðréttar.
 • Réttur til eyðingar - Í ákveðnum tilfellum getur þú átt rétt á að þínum persónuupplýsingum sé eytt. Þetta á einkum við í þeim tilfellum þar sem upplýsingar eru ekki lengur nauðsynlegar, þú hefur andmælt vinnslunni, vinnslan reynist ólögmæt, eða ef vinnslan byggir á samþykki sem þú hefur afturkallað.
 • Réttur til að andmæla vinnslu - Byggi vinnsla á persónuupplýsingum á lögmætum hagsmunum, og þú telur að hún brjóti gegn grundvallarréttindum þínum, þá getur þú andmælt vinnslunni. Við hættum þá vinnslunni nema við sýnum fram á ríkari hagsmuni af því að halda henni áfram.
 • Réttur til takmörkunar á vinnslu - Í eftirfarandi tilfellum átt þú rétt á að við stöðvum vinnslu persónuupplýsinga:
   • Ef þú véfengir að persónuupplýsingar séu réttar (þar til við getum staðfest að þær séu réttar).
   • Vinnslan er ólögmæt, en þú vilt ekki að persónuupplýsingunum sé eytt.
   • Við þurfum ekki lengur á upplýsingunum að halda en þú þarfnast þeirra til að hafa uppi, stofna eða verja réttarkröfu.

 

Breytingar á persónuverndarstefnu

Klausturbleikja áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu hvenær sem er og taka þær breytingar gildi án fyrirvara. Gildandi persónuverndarstefna er birt á heimasíðu félagsins, www.klausturbleikja.is

Klausturbleikja

Allar götur frá árinu 1995 hefur eldisstöðin Klausturbleikja ehf á Kirkjubæjarklaustri sérhæft sig í eldi á bleikju.

Fáðu sent fréttabréfið okkar

Fáðu nýjustu fréttirnar frá fyrirtækinu með því að skrá netfangið þitt hér fyrir neðan.