Myndefni
  • Register

 Picture 8

Stórmeistarinn Hákon Örvarsson um einstök gæði Klausturbleikjunnar

„Ég nota Klausturbleikjuna í veiðihúsinu hér í Norðurá og þar er í uppáhaldi hjá mér að léttsalta hana, reykja hana í boxi og léttelda hana að lokum,“ segir Hákon í stuttu myndbandi um bleikjuna.

Náttúrulegt forðabúr – heimkynni Klausturbleikjunnar

Kirkjubæjarklaustur er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Þaðan er stutt í helstu náttúruperlur Íslands eins og Lakagíga, Eldgjá og Skaftafell. Eldisstöðin er í einum af gömlu farvegum Hverfisfljóts en undan hrauninu kemur tært lindarvatn þar sem hluti Hverfisfljóts síast í gegn. Í vinnslunni er lögð megináhersla á hreinlæti og vandað handverk en engar vélar eru notaðar við vinnsluna.

Picture 28

 „Hráefni sem á sér engan líka,“ segir Ægir Friðriksson

Ægir Friðriksson er margverðlaunaður matreiðslumeistari, bæði innanlands og utan. Hann lærði á Hótel Sögu og starfaði þar að loknu námi og síðan á Picnic & Restaurante ME í Barcelona. Hann hefur einnig starfað sem yfirmatreiðslumaður Satt Restaurant á Hótel Reykjavik Natura.

Picture 29

„Bleikjan er nýi laxinn í sushigerð ... “ segir Siggi San

Sigurður Karl Guðgeirsson, betur þekktur sem Siggi San, lærði matreiðslu í Perlunni og hefur starfað á bestu veitingastöðum Íslands og í Danmörku. Hann lærði til sushimeistara undir handleiðslu Isao Suzuki og síðan hefur hann sérhæft sig í sushi, kennt sushimatreiðslu og haldið ýmis námskeið í faginu. Siggi San er eigandi og yfirkokkur á SuZushi sem hefur verið valinn besti sushistaður Íslands þrjú ár í röð.

 

Heimasíða SuZushii

Picture 27

 

„Það er gott að standast kröfurnar“ segir Völli Snær

Völli Snær er er þekktur fyrir hugmyndaauðgi sem kemur fram í ótrúlegu úrvali gómsætra rétta úr eldhúsi hans. Völli er fæddur og uppalinn í Aðaldal; hann þekkir því vel til vatnafiska og veit að Klausturbleikja er einstakt hráefni til matargerðar.

Klausturbleikja

Allar götur frá árinu 1995 hefur eldisstöðin Klausturbleikja ehf á Kirkjubæjarklaustri sérhæft sig í eldi á bleikju.

Fáðu sent fréttabréfið okkar

Fáðu nýjustu fréttirnar frá fyrirtækinu með því að skrá netfangið þitt hér fyrir neðan.