Afurðir
  • Register

Heill fiskur

Sláturþyngd Klausturbleikju er u.þ.b. 600-1000 g og fitumagnið er 8-12%. Fiskinum er pakkað í einangraða frauðkassa með kælimottum og eru tvær kassaþyngdir í boði, 10 kg eða 16 kg. Hámarksgeymsluþol vörunnar er u.þ.b. 7 dagar við 0-4°C.

Fersk flök

Fersk Klausturbleikjuflök eru u.þ.b. 150-300 g. Flökunum er pakkað í einangraða frauðkassa með kælimottum og eru tvær kassaþyngdir í boði, 10 kg eða 16 kg. Hámarksgeymsluþol vörunnar er u.þ.b. 7 dagar við 0-4°C.

Reykt flök

Reykt Klausturbleikjuflök eru u.þ.b. 220-280 g. Bleikjan er léttreykt með beyki og léttsöltuð með íslensku sjávarsalti. Flökunum er pakkað í lofttæmdar umbúðir. Hámarksgeymsluþol er u.þ.b. fjórar vikur.

Grafin flök

Grafin Klausturbleikjuflök eru u.þ.b. 220-280 g. Krydduppskriftin er eitt best varðveitta leyndarmál heimamanna enda er á ferðinni gömul og sannreynd matargerðarlist. Flökunum er pakkað í lofttæmdar umbúðir. Hámarksgeymsluþol er u.þ.b. fjórar vikur.

Gjafapakkningar

Reykt Klausturbleikjuflök í gjafapakkningum eru u.þ.b. 220-280 g. Bleikjan er léttreykt með beyki og léttsöltuð með íslensku sjávarsalti. Flökunum er pakkað í lofttæmdar umbúðir. Hámarksgeymsluþol er u.þ.b. fjórar vikur.

Klausturbleikja

Allar götur frá árinu 1995 hefur eldisstöðin Klausturbleikja ehf á Kirkjubæjarklaustri sérhæft sig í eldi á bleikju.

Fáðu sent fréttabréfið okkar

Fáðu nýjustu fréttirnar frá fyrirtækinu með því að skrá netfangið þitt hér fyrir neðan.