Heill fiskur
Sláturþyngd Klausturbleikju er u.þ.b. 600-1000 g og fitumagnið er 8-12%. Fiskinum er pakkað í einangraða frauðkassa með kælimottum og eru tvær kassaþyngdir í boði, 10 kg eða 16 kg. Hámarksgeymsluþol vörunnar er u.þ.b. 7 dagar við 0-4°C.
Fersk flök
Fersk Klausturbleikjuflök eru u.þ.b. 150-300 g. Flökunum er pakkað í einangraða frauðkassa með kælimottum og eru tvær kassaþyngdir í boði, 10 kg eða 16 kg. Hámarksgeymsluþol vörunnar er u.þ.b. 7 dagar við 0-4°C.
Reykt flök
Reykt Klausturbleikjuflök eru u.þ.b. 220-280 g. Bleikjan er léttreykt með beyki og léttsöltuð með íslensku sjávarsalti. Flökunum er pakkað í lofttæmdar umbúðir. Hámarksgeymsluþol er u.þ.b. fjórar vikur.
Grafin flök
Grafin Klausturbleikjuflök eru u.þ.b. 220-280 g. Krydduppskriftin er eitt best varðveitta leyndarmál heimamanna enda er á ferðinni gömul og sannreynd matargerðarlist. Flökunum er pakkað í lofttæmdar umbúðir. Hámarksgeymsluþol er u.þ.b. fjórar vikur.
Gjafapakkningar
Reykt Klausturbleikjuflök í gjafapakkningum eru u.þ.b. 220-280 g. Bleikjan er léttreykt með beyki og léttsöltuð með íslensku sjávarsalti. Flökunum er pakkað í lofttæmdar umbúðir. Hámarksgeymsluþol er u.þ.b. fjórar vikur.