Fréttir
  • Register

afurdir3 grein

Reykt og ljúf Klausturbleikja – fullkomin á jólahlaðborðið

Það er ekki upp úr þurru sem reykt Klausturbleikja hlaut gullverðlaun Meistarafélags kjötiðnaðarmanna árið 2014. Við erum afar stolt af þessari gæðavöru og vitum að þú verður ekki svikinn ef þú prófar að bjóða hana fram á jólahlaðborðinu, t.d. ofan á ferskt og gott brauð.

3kassi

 

Núna er öll Klausturbleikja beinhreinsuð!

Beinin í Klausturbleikjunni eru almennt fremur lítil og mjúk, en þótt bleikjan sé að margra mati allt að því fullkomið hráefni fyrir ólíkar tegundir matseldar höfum við fengið ábendingar um að betra væri að fá hana beinhreinsaða. Nú í vetur höfum við því unnið að endurbótum á vinnslulínunni og getum stolt sagt frá því að öll Klausturbleikjuflök – bæði fersk og reykt – eru nú beinhreinsuð.

Reykt Klausturbleikja er gulls ígildi
Við segjum stolt frá því að Reykt Klausturbleikja hlaut gullverðlaun árið 2014 í árlegri fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Þetta er í tíunda sinn sem MFK heldur keppnina en þar leggja allir helstu aðilar í kjöt- og fiskvinnslu sínar bestu afurðir fyrir dómefnd. Að sjálfsögðu er um mjög vandað dómnefndarferli að ræða; allar innsendar afurðir eru ómerktar og prófanir eru blindar.

Fullt hús stiga
Í störfum dómnefndar getur hver vara mest hlotið 50 stig, en 10 stig eru í boði í flokkunum fimm (ytra útlit, innra útlit, lykt og bragð, samsetning og verkun). Til að hljóta gullverðlaun má afurð ekki fá meira en eitt stig í mínus og það er því ekki út í loftið sem við erum að springa af stolti.

Reykt og grafin Klausturbleikja fyrir hátíðarnar

Á árinu 2014 hafa Nóatún, Krónan, Hagkaup og Víðir bæst við þær verslanir sem bjóða upp á reykta og grafna Klausturbleikju og salan fer svo sannarlega vel af stað!

 

Meistarakokkar tala um Klausturbleikjuna

Matreiðslumeistarar hér heima og erlendis þekkja vel til Klausturbleikju. Hér má sjá skemmtileg viðtöl við Sigga San á suZushi, Ægi Friðriksson á Satt Restaurant og Völla Snæ á Hótel Borg, en þeir eru allir aðdáendur Klausturbleikjunnar.


Smelltu hér til að horfa á viðtölin.

Helstu sölustaðir

Eftirfarandi verslanir selja Klausturbleikju:
Melabúðin – Fjarðarkaup – Þín Verslun – Hagkaup – Fiskbúðin Hafberg – Fiskbúðin, Sundlaugarvegi –

Klausturbleikja

Allar götur frá árinu 1995 hefur eldisstöðin Klausturbleikja ehf á Kirkjubæjarklaustri sérhæft sig í eldi á bleikju.

Fáðu sent fréttabréfið okkar

Fáðu nýjustu fréttirnar frá fyrirtækinu með því að skrá netfangið þitt hér fyrir neðan.