Smjörsteikt Klausturbleikja með smjöri og salvíu
- 4 stk. silungar, hreinsaðir, 300 g hver
- smá hveiti
- 100 g smjör
- 4 stk. lárviðarlauf
- 10 blöð fersk salvía
- 60 ml hvítvín
- 60 ml brandí, til hátíðabrigða
Hér er það einfaldleikinn sem ræður. Hitið smjör á pönnu. Setjið lárviðarlauf og salvíu á pönnuna og brúnið létt. Veltið silungunum upp úr hveiti, sláið vel af og setjið á pönnuna. Steikið fiskinn á frekar miklum hita þar til hann er mjög vel brúnaður á báðum hliðum. Hellið víni yfir, eldið í um 5 mín. og berið fram.